Afi og amma eru okkur Björgvini ómetanleg stoð og stytta. Þau eru mér alltaf innan handar, hvað varðar pössun, útréttingar og allt sem fellur til. Staðan er sú að ekki allir geta passað Björgvin, vegna umönnunar og lyfja. Ég hef bara þau og Allý, bestu barnapíu í heimi, til að passa prinsinn. Ég veit ekki hvaða öfl það voru sem sendu hana til okkar. En öryggi hans skiptir öllu og líka svo að ég geti hugsað mér að fara frá honum þá verð ég að vera örugg til að geta slakað á þegar ég er ekki heima.
Pabbi leysir öll þau verkefni hér heima sem þörf er á, fer í apótekið og í allar útréttingar sem þarf. Hann passar drenginn með mikilli ástúð og hlýju og er ótrúlega duglegur með allt sem þarf að læra á, bæði tæki og lyf sem nauðsynlegt er að vera með á hreinu.
Björgvin eyddi dágóðri stund á leikstofunni á Barnaspítalanum í morgun að föndra gjöf handa afa sínum og þetta vildi hann skrifa í kortið til hans.
Afmæliskort til afa:
Elsku afi minn,
til hamingju með 70 ára afmælið þitt
Mér þykir svo vænt um þig
Ég elska þig
Þú ert besti vinur minn
Þinn Björgvin Arnar
Bílabraut
Elsku pabbi og afi, til hamingju með daginn þinn, takk fyrir allt og allt :-*
Þín Ásdís og Björgvin Arnar
6 comments:
Innilega til hamingju með pabba þinn. Björgvin Arnar er með hjarta úr gulli og þetta kort hefur verið dýrmæt afmælisgjöf. Mikil gæfa að hafa sterka foreldra og stuðningsmenn sér við hlið, það þekki ég. Knús á ykkur mæðgin
Innilega til hamingju með þennan frábæra pabba/afa! Veit að þessir erfiðu tímar hefðu verið óvinnandi án hans og ömmu líka. Snillingurinn Björgvin sagði náttúrulega allt sem segja þarf um það :-)
Bjarki
Til hamingju með pabba þinn :)
Það er ómetanlegt að hafa svona klett til staðar!
Kv,
Hrannar
Innilega til lukku með pabba þinn Ásdís mín :* Hann er svo sannarlega duglegur og þið öll! Er svo heppin líka að hafa fengið að kynnast ykkur öllum, eins og mín önnur fjölskylda :*
Knús á ykkur öll
Allý
Hjartanlega til hamingju með þinn frábæra pabba Ásdís mín. Ómetanleg eru þau bæði mamma þín og pabbi.. og auðvitað barnapían Allý:)
Gullmolinn hann Björgvin Arnar er líka svo yndislegur - við erum öll bara ótrúlega heppin að vera í lífi ykkar.
Bestu kveðjur til afmælisafans,
knús Ragga og co.
ég er bara með tár í augum yfir þessu fallega bréfi til afa...innilega til hamingju með pabba þinn Ásdís.
Post a Comment