Nú er sumarfríið okkar á enda og er ekki hægt að segja annað en við höfum notið þess mikið í þessu yndislega veðri sem hefur verið að leika við okkur.
Við fórum í sumarbústað með ömmu og afa, Slakka, margsinnis í sund, strætó, útilegu, heimsóknir. Best var að njóta góða veðursins á pallinum okkar, leika úti og fara í pottinn.
Björgvin er ekkert búinn að þyngjast og hafa seinustu mánuðir verið skrítnir. Búið er að reyna allt til að þyngja drenginn en það hefur ekki tekist. Hann fékk kaloríuduft sem hann gubbaði þvílíkt af, hann fór á lystaraukandi lyf sem hann gubbaði alltaf af þegar hann var sofnaður á kvöldin.
Þessi uppköst hættu alveg þegar hann hætti á þessu lyfi á dufti en samt sem áður stendur hann bara í stað á vigtinni. Við eigum tíma hjá meltingarlækni um miðjan ágúst og förum yfir stöðuna með honum. Þetta átti að vera besti tíminn til að vera mikið úti, hreyfa sig og borða en það er ekki búin að hafa nein áhrif, lystarleysið er gríðarlegt hjá prinsinum.
Björgvin er samt hress og kátur og ætlar að verða tannlæknir, læknir og búðarmaður þegar hann verður stór. Reyndar bætti hann svo við að hann ætlar að verða trúður með gítar líka :) Verður nóg að gera hjá honum í framtíðinni.
Sumarkveðja úr Svölutjörn
Ásdís og Björgvin Arnar
Tuesday, August 7, 2012
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hann hefur nú sýnt það að hann er algjör dugnaðarforkur drengurinn svo að hann mun nú fara létt með að sinna öllum þessum störfum! :)
Gaman að sjá að þið hafið notið sumarsins.
Hann er svo fjölhæfur að það á örugglega eftir að bætast fleiri störf á listann :)
Kv,
Hrannar
Post a Comment