Í dag hefði Björgvin Arnar orðið 7 ára gamall. Það er erfitt að hugsa til þess að hann sé ekki hér hjá okkur, litli yndislegi drengurinn minn.
Þessi dagur var sérstakur þegar hann kom í heiminn fyrir 7 árum síðan kl 2:33. Ótrúleg stund að fá hann í fangið, þetta fullkomna eintak og vera orðin móðir. Sérstök tilfinning.
Sorgin er mikil og þá sérstaklega þegar ég hugsa til þess þegar hann sagði "Mamma, þegar ég er búinn að verða 7 ára þá verður Eyrún Arna 1 árs."
Elsku Björgvin minn, ég sakna þín svo mikið, meira en orð fá lýst.
Elska þig svo mikið, alla leið út í geim og til baka og aldrei stoppa.
Þín mamma.
Monday, February 3, 2014
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
til hamingju með fallega strákinn þinn elsku Ásdís.
knús og kossar á ykkur Eyrúnu Örnu.
kv.Maja og Matti
Innilega til hamingju með daginn hans Björgvins.
já, yndi þessi drengur og alltaf að hugsa um mömmu sín og Eyrúnu Örnu.Við kveikjum á kerti í kvöld honum til heiðurs.
Elsku vinkona til hamingju með fallega íþróttaálfsengilinn þinn.
Knús á ykkur Eyrúnu og sendi líka knús til Björgvins sem er nú eflaust að passa mömmu sína og fylgjast með ykkur af himnum.
Kveðja Ester og co.
til hamingju með fallega strákinn þinn Ásdís mín
Post a Comment