Hér er gömul mynd frá 2011 af honum við tréð.
Mikið var hlustað á jólalög og það ómaði oft jólalög úr herberginu hans þó svo að það væri sumar.
Allt sem við gerðum hér heima, t.d. eins og skreyta fyrir jólin eða páska, fannst Björgvini alveg sérstakt þar sem hann gat tekið þátt í því. Við settum jólalögin á og dönsuðum saman um stofuna, sungum með og hlógum. Ómetanlegar stundir.
Nú er vetrarlegt, kalt og dimmt þar sem drengurinn minn hvílir. Ég setti ljósakross til að birta aðeins hjá honum með smá bláum blæ þar sem það var sko í hans anda. Uppáhaldsliturinn okkar var íþróttaálfablár.
Nú fer jólahátíðin að ganga í garð og það verða skrítnir tímar. Það er ekki eins að skreyta hér heima og undirbúa jólin. Mikivægt er að halda í góðu minningarnar og brosa þó svo að það sé stundum í gegnum tárin.
Ásdís og Eyrún Arna
2 comments:
Knús elsku besta vinkona mín, Björvin er á hlýjum og góðum stað :*
Bjarki
Trúi því að það sé tómlegt án litla jólaálfsins þíns. Knús á ykkur! Kv. Linda
Post a Comment