Mikil spenna er hér út af jólapökkunum, erfitt reynist að bíða eftir því að kvöldið komi til að taka upp pakkana, einsog gengur og gerist.
Björgvin Arnar er svipaður í mettuninni og er með súrefni allan sólarhringinn. Við fengum nýtt púst til að gefa honum einu sinni á dag sem á að þynna slímið í lungunum, þar sem það eru leiðinlegir slímtappar að koma í veg fyrir að hann losni við súrefnið. Nú erum við búin að nota þetta púst í þrjá daga en sjáum engan mun ennþá, einnig erum við að banka hann til að reyna að hrista upp í lungunum, losa upp það sem þarf. Þetta mun vonandi bera einhvern árangur.
Við ætlum að reyna að gleyma veiknindum og njóta jólanna saman með ömmu og afa sem koma í mat til okkar í kvöld.
Við óskum ykkur gleði- og gæfuríkrar jólahátíðar kæru vinir og ættingjar. Þökkum stuðninginn á árinu sem er að líða, allan þann hlýhug sem þið hafið sýnt okkur og þökkum ykkur einnig fyrir að fylgjast svona vel með blogginu okkar.
Gleðileg jól!
Ásís og Björgvin Arnar
Monday, December 24, 2012
Thursday, December 13, 2012
Ennþá með súrefni allan sólarhringinn
Engin breyting hefur orðið á mettuninni síðan við komum heim af spítalanum þann 16. nóvember, í tæpan mánuð. Reyndar sýndi lungnamynd sem var tekin um daginn að lungun litu betur út þannig að nú reynir á þolinmæðina.
Það er ekki létt að vera fastur heima og með súrefnisslöngu tengda sér allan sólarhringinn. Einangrunin er mikil. Það er bara ótrúlegt hve drengurinn er skapgóður og tekur þessu öllu vel. Það er nú tilbreyting í því að fá Allý á morgnana sem föndrar með honum og leikur við hann. Svo eftir hádegið þá koma afi og amma sem reyna eins og þau geta að gera daginn líflegan og skemmtilegan.
Það er ekki létt að vera fastur heima og með súrefnisslöngu tengda sér allan sólarhringinn. Einangrunin er mikil. Það er bara ótrúlegt hve drengurinn er skapgóður og tekur þessu öllu vel. Það er nú tilbreyting í því að fá Allý á morgnana sem föndrar með honum og leikur við hann. Svo eftir hádegið þá koma afi og amma sem reyna eins og þau geta að gera daginn líflegan og skemmtilegan.
Í gær fór afi með Björgvin á róló þar sem veðrið var svo gott, hann rólaði og rólaði alsæll. Í dag fór afi með hann í heimsókn á leikskólann og voru krakkarnir svo ánægðir að sjá hann og Björgvini fannst þetta algjörlega æðislegt.
Það tekur á að heyra svona "Mamma, þegar ég verð frískur og losna við súrefni, þá má ég fara á leikskólann?"
Við förum til læknisins í skoðun í næstu viku. Vonandi fer þetta eitthvað að koma hjá okkur, nú nálgast jólin og það yrði besta jólagjöfin að Björgvin myndi losna við súrefnið, maður má alltaf halda í vonina!!!
Ásdís og Björgvin Arnar
Tuesday, December 4, 2012
Besti afinn á afmæli í dag
Elsku besti pabbi minn á afmæli í dag. Hann á stórafmæli, er sjötugur, en lítur sko alls ekki út fyrir það.
Afi og amma eru okkur Björgvini ómetanleg stoð og stytta. Þau eru mér alltaf innan handar, hvað varðar pössun, útréttingar og allt sem fellur til. Staðan er sú að ekki allir geta passað Björgvin, vegna umönnunar og lyfja. Ég hef bara þau og Allý, bestu barnapíu í heimi, til að passa prinsinn. Ég veit ekki hvaða öfl það voru sem sendu hana til okkar. En öryggi hans skiptir öllu og líka svo að ég geti hugsað mér að fara frá honum þá verð ég að vera örugg til að geta slakað á þegar ég er ekki heima.
Pabbi leysir öll þau verkefni hér heima sem þörf er á, fer í apótekið og í allar útréttingar sem þarf. Hann passar drenginn með mikilli ástúð og hlýju og er ótrúlega duglegur með allt sem þarf að læra á, bæði tæki og lyf sem nauðsynlegt er að vera með á hreinu.
Björgvin eyddi dágóðri stund á leikstofunni á Barnaspítalanum í morgun að föndra gjöf handa afa sínum og þetta vildi hann skrifa í kortið til hans.
Afmæliskort til afa:
Elsku afi minn,
til hamingju með 70 ára afmælið þitt
Mér þykir svo vænt um þig
Ég elska þig
Þú ert besti vinur minn
Þinn Björgvin Arnar
Bílabraut
Elsku pabbi og afi, til hamingju með daginn þinn, takk fyrir allt og allt :-*
Þín Ásdís og Björgvin Arnar
Saturday, December 1, 2012
Blóðgjöf eftir blóðnasir
Þessi krúttmoli fékk svo miklar blóðnasir á fimmtudagskvöldið að hann fór úr blóðgildi 110 í 76! Eins gott að við áttum tíma í gær hjá lækni þar sem blóðgildið var mælt. Enda leið honum ekki vel, var náfölur, þreyttur og slappur, litla skinnið mitt.
Pabbi hans þurfti að fara með hann beint niður á bráðamóttöku og leggjast inn í nótt á meðan hann fékk blóðgjöf í tveimur skömmtum. Þetta mun pottþétt gera honum gott.
Blóðþynningargildi hans var aðeins í hærri kantinum á fimmtudaginn en ekkert þannig samt, oft verið svona áður. Ástæðan fyrir blóðmagninu og að þetta stoppaði bara eftir 4 tíma.
Ásdís og Björgvin Arnar
Pabbi hans þurfti að fara með hann beint niður á bráðamóttöku og leggjast inn í nótt á meðan hann fékk blóðgjöf í tveimur skömmtum. Þetta mun pottþétt gera honum gott.
Blóðþynningargildi hans var aðeins í hærri kantinum á fimmtudaginn en ekkert þannig samt, oft verið svona áður. Ástæðan fyrir blóðmagninu og að þetta stoppaði bara eftir 4 tíma.
Ásdís og Björgvin Arnar
Subscribe to:
Posts (Atom)