Monday, January 20, 2014

Vonin

Á þessum tíma fyrir um ári síðan þá var ég við það að missa vonina á að Björgvin myndi öðlast betri heilsu. Þá beið ég eftir niðurstöðu blóðrannsóknar sem var send til Bandaríkjanna hvort hann væri með tiltekinn sjúkdóm sem læknarnir töldu 99% líkur á.

Ég vissi að ef staðfesting kæmi þá væri engin von.

Árin á undan voru ólýsanlega erfið en alltaf hélt ég áfram baráttunni þar sem ég átti von sem var minn kraftur í að hlúa að Björgvini í einu og öllu. Ég hélt svo fast í hana. En svo fékk ég að lifa lífinu án vonar. Að finna vonleysið og berjast við hugann sem leitaði í neikvæðar hugsanir um hvað framundan væri. Mikilvægt var að gera sér grein fyrir því að allar hugsanirnar áttu rétt á sér þó svo að best væri að reyna að hafa hemil á þeim og lifa fyrir hvern dag. Mikilvægt var að láta sorgina ekki ná tökum á sér og ekki sökkva sér djúpt í hana á hverjum degi.

Þessir smáu hlutir, brosin og fallegu orðin voru þá dýrmæt.

Frasar frá Björgvini:

Björgvin: Afi, átt þú náttföt?
Afi: Já já
Björgvin: en a amma náttföt?
Afi: Já já.
Björgvin: Já svona alveg eins og ég? með beinagrind á?

Allý: hver krotaði á vegginn?
Björgvin: það var einhver krakki sem gerði það.

Mamma: Þú ert strákurinn minn.
Björgvin: Já en Magga á mig líka.

Björgvin: Mamma, þegar þú ert dáin þá getur þú ekki staðið, labbað, sitjið, hlægjið og tiplað á tám upp fjall.

Mamma: Hvað viltu læra þegar þú ferð í tónlistarskóla?
Björgvin: Harmonikku eða horn.

Björgvin: Mamma, erum við lengi í helgarfríi?
Mamma: Já í tvo daga.
Björgvin: Nei, mig langar að vera lengi lengi lengi í helgarfríi, alveg í hálftíma! :)



















Ást
Ásdís og Eyrún Arna

2 comments:

Anonymous said...

Þetta var óraunverulegur tími og það sem situr eftir hversu yndisleg þið voruð saman og hversu ótrúlega hart þú barðist fyrir ljósgeislan þinn bæði þegar vonin var fyrir hendi og þegar hún hvarf. Besta mamman í heiminum.

<3 Bjarki

Linda said...

Kærleikskveðjur og knús!