Friday, January 24, 2014

Fallegt ljóð

Með fallegri ljóðum ...

Að lifa er að gefa hér bæði margt og mikið,
að magna hverja hugsun sem fegurð lífsins á,
að geta náð að skynja af alúð augnablikið;
þá ást sem býr í brjósti er stundir líða hjá.

Ef hugsunin er fögur og fær mig til að tárast
þá titra í mér hjartað og sálin flýgur sátt,
því lífið hefur tilgang í ást sem aldrei klárast
en ævinlega blómstra á lífsins besta hátt.

Ég mína trú á tilgang og fegurð fæ að játa
svo fagna ég því öllu sem lífið veitir mér.
Ef hjartað þiggur hlýju af gleði má ég gráta
og gjöfum lífsins deili ég auðvitað með þér.
~ Kristján Hreinsson

1 comment:

Anonymous said...

Ekkert smá flott

Bjarki