Í haust þá ákvað Vikar eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Lífsstíls í Keflavík að hluti þátttökugjalds í Ljósanæturhlaupið sem er haldið á hverju ári myndi renna til Barnaspítalans til minningar um Björgvin Arnar.
Í morgun þá fórum við og afhentum Barnaspítalanum 90.000 kr. sem mun fara í tækjakaup fyrir afþreyingu barna sem dveljast á spítalanum. Nú er til dæmis þessa dagana verið að reyna að fá Playstation 3 inn á allar stofurnar.
Vikar tilkynnti að þetta yrði árlegt og þakka ég Vikari fyrir að halda uppi minningu Björgvins Arnars.
Það er mjög mikilvægt að veik börn sem þurfa að vera á spítalanum í lengri eða styttri tíma að eitthvað sé um að vera fyrir þau og þau geti haft gaman af. Ég ákvað því að þetta myndi fara í að aðstoða við þessi kaup á Playstation 3.
Takk kærlega Vikar og allir sem tóku þátt í hlaupinu!
Ásdís
Friday, December 20, 2013
Sunday, December 8, 2013
Jólaljósin skína skært
Jólin voru uppáhaldstími Björgvins Arnars. Jólaljósin vildi hann hafa helst allt árið og jólatréð var í miklu uppáhaldi. Sérstaklega gaman var að skreyta tréð með afa.
Hér er gömul mynd frá 2011 af honum við tréð.
Mikið var hlustað á jólalög og það ómaði oft jólalög úr herberginu hans þó svo að það væri sumar.
Allt sem við gerðum hér heima, t.d. eins og skreyta fyrir jólin eða páska, fannst Björgvini alveg sérstakt þar sem hann gat tekið þátt í því. Við settum jólalögin á og dönsuðum saman um stofuna, sungum með og hlógum. Ómetanlegar stundir.
Nú er vetrarlegt, kalt og dimmt þar sem drengurinn minn hvílir. Ég setti ljósakross til að birta aðeins hjá honum með smá bláum blæ þar sem það var sko í hans anda. Uppáhaldsliturinn okkar var íþróttaálfablár.
Nú fer jólahátíðin að ganga í garð og það verða skrítnir tímar. Það er ekki eins að skreyta hér heima og undirbúa jólin. Mikivægt er að halda í góðu minningarnar og brosa þó svo að það sé stundum í gegnum tárin.
Ásdís og Eyrún Arna
Hér er gömul mynd frá 2011 af honum við tréð.
Mikið var hlustað á jólalög og það ómaði oft jólalög úr herberginu hans þó svo að það væri sumar.
Allt sem við gerðum hér heima, t.d. eins og skreyta fyrir jólin eða páska, fannst Björgvini alveg sérstakt þar sem hann gat tekið þátt í því. Við settum jólalögin á og dönsuðum saman um stofuna, sungum með og hlógum. Ómetanlegar stundir.
Nú er vetrarlegt, kalt og dimmt þar sem drengurinn minn hvílir. Ég setti ljósakross til að birta aðeins hjá honum með smá bláum blæ þar sem það var sko í hans anda. Uppáhaldsliturinn okkar var íþróttaálfablár.
Nú fer jólahátíðin að ganga í garð og það verða skrítnir tímar. Það er ekki eins að skreyta hér heima og undirbúa jólin. Mikivægt er að halda í góðu minningarnar og brosa þó svo að það sé stundum í gegnum tárin.
Ásdís og Eyrún Arna
Subscribe to:
Posts (Atom)