Wednesday, February 13, 2013

Litli hljóðfæraleikarinn

Björgvin Arnar fékk þetta flotta hljóðfæri frá pabba sínum og bróður. Þetta er alvöru Ukulele og ætlar hann að læra að spila á þetta hjá pabba sínum til að byrja með og svo vonandi í tónlistarskóla.


























Þvílíkt sem þetta er búið að vekja mikla lukku og ætlar hann að fara með gripinn í tónlistartíma á leikskólann í næstu viku. Sport að hafa hann á bakinu.























Tónlistarkveðja úr Svölutjörn
Ásdís og Björgvin Arnar

Sunday, February 3, 2013

Björgvin Arnar 6 ára í dag

Í dag er merkisdagur þar sem Björgvin á 6 ára afmæli. Í dag fá áhyggjurnar að fjúka út í veður og vind og nú er tilefni til að fagna. Það er ótrúleg hamingja að fá að upplifa afmælisdaga með barninu sínu.

























Þegar við vorum hjá lækninum í vikunni þá var Björgvin lengdarmældur og var drengurinn búinn að bæta á sig 1,2 cm síðan í 1. nóvember, sem er ótrúlegur árangur miðað við framgang seinustu ára.

Hann er að verða stór! (eins og hann segir sjálfur frá)

Afmæliskveðja
Ásdís og Björgvin Arnar.