Á morgun eru komnar 10 vikur sem Björgvin hefur þurft á súrefni að halda allan sólarhringinn. Engin breyting hefur orðið á þessu og er það áhyggjuefni.
Við fórum til læknisins í vikunni var þá tekin lungnamynd og blóðprufur. Í ljós kom lítil veirumerki í lungum þannig að hann var settur á sýklalyf en blóðprufurnar voru eðlilegar. Læknar lögðu einnig til að hætt verði að gefa honum vaxtahormón vegna aukaverkunar sem getur verið bjúgmyndun og væri kannski ástæðan fyrir því að hann er ennþá að metta svona illa.
Næst á dagskrá er tölvusneiðmynd og verður hún gerð 7. apríl.
Læknar hafa áhyggjur af þessu að hann sé ennþá á súrefninu og einnig hvað hann er alltaf viðkvæmur, það er nú ekki eðlilegt að þurfa alltaf á súrefni að halda þegar hann fær kvef. Líklegt er að við verðum send til Boston í frekari rannsóknir. En það á eftir að koma í ljós á næstu vikum.
Baráttukveðjur úr Svölutjörninni,
Ásdís og Björgvin Arnar
Sunday, March 27, 2011
Tuesday, March 22, 2011
Komnar 9 vikur í súrefni
Nú eru komnar 9 vikur sem Björgvin þarf á súrefni að halda öllum stundum sólarhringsins. Þetta er búið að vera langt tímabil og þá sérstaklega þar sem engin framför hefur verið í langan tíma.
Hann veiktist 17. janúar og vorum við 3 vikur á spítalanum og svo núna erum við búin að vera 6 vikur heima með súrefnið.
Við erum að fara á spítalann í rannsóknir í dag, það sem fyrir liggur í dag er að taka blóðprufu og skoða hann og svo á að panta í tölvusneiðmynd af lungum og barka. Þegar niðurstöðurnar liggja fyrir þá verða þær sendar til Svíþjóðar til að fá þeirra álit og svo verða næstu skref ákveðin. Það verður alla vega að skoða þetta betur og reyna að gera eitthvað meira fyrir hann, ekki getur hann verið svona endalaust.
Björgvin er orðinn þreyttur á að hafa snúruna alltaf á eftir sér og vera fastur inni og mega ekki hitta nein börn, þetta tekur á hann og okkur öll sem hugsum um hann á hverjum degi. Við vonumst eftir bata og betri líðan hjá honum á næstu dögum og vikum.
Baráttukveðjur
Mæðginin í Svölutjörn
Hann veiktist 17. janúar og vorum við 3 vikur á spítalanum og svo núna erum við búin að vera 6 vikur heima með súrefnið.
Við erum að fara á spítalann í rannsóknir í dag, það sem fyrir liggur í dag er að taka blóðprufu og skoða hann og svo á að panta í tölvusneiðmynd af lungum og barka. Þegar niðurstöðurnar liggja fyrir þá verða þær sendar til Svíþjóðar til að fá þeirra álit og svo verða næstu skref ákveðin. Það verður alla vega að skoða þetta betur og reyna að gera eitthvað meira fyrir hann, ekki getur hann verið svona endalaust.
Björgvin er orðinn þreyttur á að hafa snúruna alltaf á eftir sér og vera fastur inni og mega ekki hitta nein börn, þetta tekur á hann og okkur öll sem hugsum um hann á hverjum degi. Við vonumst eftir bata og betri líðan hjá honum á næstu dögum og vikum.
Baráttukveðjur
Mæðginin í Svölutjörn
Wednesday, March 16, 2011
Frúttís stelpur rokka!
Seinustu helgi tóku Frúttís stelpur (saumaklúbburinn minn) sig saman og fóru í gegnum geymsluna og skúrinn hjá sér til finna föt, dót eða bara eitthvað til að selja í Kolaportinu til styrktar Björgvins Arnars.
Árangurinn var ótrúlegur, við vorum með fullan bás og var mikil traffík í básinn okkar. Þegar við vorum að stilla upp þá seldust forláta kertastjaki og mynd og strax var byrjað að sýna Batman áhuga.
Sumir gáfu pening til góðs málefnis en aðrir gerðu stórgóð kaup og voru ánægðir að leggja okkur lið. Sigríður Klingeberg og Friðrik Weishappel buðu í Herra Batman, Sigríður vildi ólm fá hann sem mann en Friðrik til að hafa á kaffhúsinu sínu. Friðrik bauð betur og var alsæll, reyndar keypti hann allt dótið sem eftir var og munum við klúbburinn heimsækja kaffihúsið til að sjá hvernig fer um leikföngin okkar þar.
Þetta var einn skemmtilegasti dagur sem ég hef upplifað lengi, frábært samvinnuverkefni í góðra vina hópi. Ég þakka ykkur fyrir stelpur og fjölskyldum ykkar fyrir stuðninginn og að leggja þetta á ykkur fyrir okkur, ómetanlegt og einstaklega fallegt.
Þakklæti og knús frá okkur,
Ásdís og Björgvin Arnar
Árangurinn var ótrúlegur, við vorum með fullan bás og var mikil traffík í básinn okkar. Þegar við vorum að stilla upp þá seldust forláta kertastjaki og mynd og strax var byrjað að sýna Batman áhuga.
Sumir gáfu pening til góðs málefnis en aðrir gerðu stórgóð kaup og voru ánægðir að leggja okkur lið. Sigríður Klingeberg og Friðrik Weishappel buðu í Herra Batman, Sigríður vildi ólm fá hann sem mann en Friðrik til að hafa á kaffhúsinu sínu. Friðrik bauð betur og var alsæll, reyndar keypti hann allt dótið sem eftir var og munum við klúbburinn heimsækja kaffihúsið til að sjá hvernig fer um leikföngin okkar þar.
Þetta var einn skemmtilegasti dagur sem ég hef upplifað lengi, frábært samvinnuverkefni í góðra vina hópi. Ég þakka ykkur fyrir stelpur og fjölskyldum ykkar fyrir stuðninginn og að leggja þetta á ykkur fyrir okkur, ómetanlegt og einstaklega fallegt.
Þakklæti og knús frá okkur,
Ásdís og Björgvin Arnar
Thursday, March 10, 2011
Á áttundu viku
Nú er aldeilis kominn tími á nýtt blogg, fréttir af litla gaurnum mínum. En það er svo sem ekki mikið að frétta, súrefnið er hér ennþá og þarf hann á því að halda allan sólarhringinn. Það er farið að glitta í smá örvæntingu en ég reyni að bæla hana niður og halda bjartsýninni og voninni á lofti að þetta fari nú allt að koma hjá prinsinum.
En lífið heldur áfram sinn vanagang, ég er að vinna og mamma og Allý hjálpa mér að passa. Björgvin fór til pabba síns, sem kom heim, seinustu helgi og helgina þar á undan og fannst honum það mjög gaman. Ég nýtti tímann í að hitta góða vini og sofa, ekki vanþörf á!
Björgvin er samt hress að öðru leiti og leikur sér og syngur. Er stundum leiður á að geta ekki farið neitt út en hann er ótrúlega góður og nægjusamur miðað við allt sem gengur á. Þetta jafnaðargeð og harkan í þessum krílum er ótrúleg, fólk gæti nú stundum tekið þau til fyrirmyndar.
En við erum samt sem áður heima hjá okkur og verður það að kallast gott, ekki vildi ég hafa verið á spítalanum í tæpar 8 vikur, þær þrjár sem við vorum var alveg nóg. Þakklát fyrir að geta verið heima og að við getum sofið í okkar rúmi.
Engar myndir núna, bara næst! :)
Baráttukveðjur úr Svölutjörn,
Ásdís og Björgvin Arnar
En lífið heldur áfram sinn vanagang, ég er að vinna og mamma og Allý hjálpa mér að passa. Björgvin fór til pabba síns, sem kom heim, seinustu helgi og helgina þar á undan og fannst honum það mjög gaman. Ég nýtti tímann í að hitta góða vini og sofa, ekki vanþörf á!
Björgvin er samt hress að öðru leiti og leikur sér og syngur. Er stundum leiður á að geta ekki farið neitt út en hann er ótrúlega góður og nægjusamur miðað við allt sem gengur á. Þetta jafnaðargeð og harkan í þessum krílum er ótrúleg, fólk gæti nú stundum tekið þau til fyrirmyndar.
En við erum samt sem áður heima hjá okkur og verður það að kallast gott, ekki vildi ég hafa verið á spítalanum í tæpar 8 vikur, þær þrjár sem við vorum var alveg nóg. Þakklát fyrir að geta verið heima og að við getum sofið í okkar rúmi.
Engar myndir núna, bara næst! :)
Baráttukveðjur úr Svölutjörn,
Ásdís og Björgvin Arnar
Subscribe to:
Posts (Atom)