Við styttum okkur svo stundir og flökkum hér um hæðirnar, göngu gangana mörgum sinnum á dag og stoppum svo á hæðinni hjá leikstofunni og spilum á píanó.
Það skemmtilegast á spítalanum er að fara í sjúkraþjálfun til Helgu og Birnu, hann byrjar að spyrja um þær um leið og hann opnar augun á morgnana. Þar getur hann trommað og leikið við mörg skemmtileg leikföng og svo finnst honum pínku þægilegt að láta banka sig og svo hóstar hann kröftuglega á eftir.
Nú værum við alveg til í að komast heim til okkar, þetta er alveg orðið gott í bili. En þetta kemur víst með hænuskrefum og jákvætt að þau eru bara fram á við núna en ekki aftur á bak :)
Við þökkum öllum sem hafa komið til okkar, t.d. komu Ragga og Gunna Vala, Bjarki, Hólmar, amma, afi og Andrea Björt, Sigga Maja, Hrund og stelpurnar. Takk fyrir okkur, það munar öllu að fá svona góðar samverustundir.
Knús frá okkur.
Ásdís og Björgvin Arnar