Sunday, December 19, 2010

Sætabrauðsdrengurinn

Björgvin Arnar er ekki mikið fyrir sætindi, hann lætur það nægja að vera sjúklega sætur sjálfur. Það er sama hvað maður býður honum, ís eða súkkulaði, hann þakkar bara pent fyrir, nei þakka þér fyrir.

Hann er nýfarinn að vilja sleikjó, hann leggur hann svo frá sér í smá pásu en svo er spurning hvað hann meinar með því þegar maður sér sleikjóinn svona?

Wednesday, December 15, 2010

Sniðugasti strákurinn

Björgvin er mikill hugsuður og er ekkert að garga og öskra mikið, vill helst hlusta á tónlist og pústla eða mála, kubba í rólegheitunum.

En hann er líka mikil félagsvera og unir sér vel á leikskólanum með öllum krökkunum, honum finnst mest til Arons Inga koma, hann situr á móti honum í matartímanum og Aron passar alltaf að Björgvin sé með í öllum leikjum og að það sé allt í lagi með hann. Já það er sko satt að börnin finni margt á sér.

Þegar krakkarnir eru úti að leika, t.d. að róla, þá er Björgvin hrókur alls fagnaðar, puðrar eitthvað úti í loftið eða segir eitthvað og allir krakkarnir liggja í hláturskasti. Svona er þetta stundum inni líka og við matarborðið. Borða meira, tala minna! hahaha.

En hann er stríðinn og mikill húmor í honum, við getum stundum hlegið saman óralengi, algjörlega ómetanlegar stundir.

Björgvin var að hjálpa afa sínum að skreyta jólatréið okkar í dag, hér er útkoman, jólakúlur síðan ég var lítil sem dregur fram margar minningar.



Það er jólakaffi á leikskólanum á morgun, boðið er upp á heitt súkkulaði og piparkökur sem krakkarnir bökuðu og skreyttu, gerist ekki miklu jólalegra það! :)

Gleðilegan jólaundirbúning
Ásdís og Björgvin Arnar

Monday, December 6, 2010

Leikur

Björgvin er sjúkur í að vera úti að leika og fara á róló er toppurinn. Skemmtilegast er að róla, hann hlær svo mikið og dátt þegar hann fær að róla hátt, fær algjört hláturskast og segir svo "Mamma, það er gaman að hlæja".

























Veðrið er búið að vera svo dásamlegt undanfarið, maður man varla eftir svona stillum og hvað þá hér fyrir sunnan! Alltaf brjálað rok. Nú getur Björgvin farið út að leika á pallinum og er alsæll með það. Hefur líka mikið gott af því.




















Það er líka mikið sport að fara út að labba með mömmu með skólatöskuna sem Allý gaf honum í afmælisgjöf þegar hann varð 2 ára. Þetta er agalega flott og hafa sem mest dót í henni og kubbana tvo sem afi gaf honum í húsinu sem hann er að byggja þegar Björgvin var að hjálpa honum að vinna :)

























Björgvin er með hita, vonandi verður það ekkert til að tala um, krossum fingur!

Kveðja úr Svölutjörninni,
Ásdís og Björgvin Arnar