Tuesday, May 25, 2010

Gáfumenni mikið.

Sælt veri fólkið. Við erum glöð og sæl hér í Svölutjörninni, lífið getur ekki verið betra en þegar Björgvin Arnar er hress og frískur. Það gleður hjartað mikið að sjá hann lifna við og þroskast, talar og talar og stríðir öllum út í eitt, sérstaklega Agga frænda, það er skemmtilegast.

Við vorum í grillboði hjá Elvari frænda þegar Björgvin lá í mestu makindum og las Stafsetningarorðabókina með miklu áhuga.



Björgvin er mjög duglegur að vera án bleiu, kemur varla slys fyrir. Hann reyndar sefur alltaf með bleiu en það er svo næsta skref. Sjáum til hvernig honum gengur að vera bleiulaus á leikskólanum. Já hann er kominn í aðlögun á leikskólanum, aftur! Enda var seinasta aðlögun í janúar!


Hér er prinsinn með eldrautt nef eftir heiftarlegt fall fyrir utan hjá ömmu og afa í gær, sprakk vör og alles, það var mikið sjokk fyrir alla fjölskyldumeðlimi. En hann harkaði þetta af sér og varð glaður á ný.

Krúttkveðja til ykkar.
Ásdís og Björgvin Arnar

Friday, May 14, 2010

Sjálfur!

Björgvin Arnar er búinn að þroskast heilmikið undanfarið og er farinn að vilja gera allt sjálfur, sem krefst mikillar þolinmæði hjá móðurinni, vægt til orða tekið. Hann vill bursta tennurnar, fara i skónna, labba niður stigann og upp hann sjálfur, það mætti lengi telja.

Við fórum út að hjóla í gær og komum við hjá Hrund og fengum að leika í húsi stelpnanna hennar þar sem enginn var heima. Björgvini fannst þetta vera algjör konungshöll.

























Honum fannst rokið þó alltof mikið á leiðinni heim, hann hefur pottþétt verið með 100% súrefnismettun á leiðinni :)




Björgvin fór í klippingu í dag, verð nú að sýna ykkur mynd af honum, hann er algjör gæi og var svo duglegur í klippingunni og svo fór hann í sund með mömmu sinni og ömmu. Það er langt síðan ég hef séð hann svona rosalega glaðan og ánægðan, honum fannst geggjað í sundi og er alltaf að biðja um að fá að fara aftur.

Knús frá Svölutjörn
Ásdís og Björgvin Arnar

Saturday, May 8, 2010

Sumargjöfin

Björgvin Arnar fékk fyrsta hjólið sitt í sumargjöf í gær frá mömmu sinni. Vá hvað hann var montinn, hann gat varla beðið eftir því að afi setti það saman, hjálpaði afa sínum með skrúfjárnið og bauðst til að lána honum gleraugun sín þar sem afi hafði gleymt sínum heima, dúllan!


Svo á hann hjálm í stíl og er algjör töffari. Nú er bara að fara út að hjóla í góða veðrinu :)

Björgvin er annars hress og kátur, krafturinn í honum er mikill og hann er segir sína meiningu óspart þessa dagna, vægt til orða tekið! :)

Sumarkveðja
Ásdís og Björgvin Arnar

Sunday, May 2, 2010

Einn sentímetri er alveg heill hellingur!

Sælt veri fólkið.

Við erum alla vega mjög sæl og glöð hér á Svölutjörninni. Björgvin er hress og kátur og er búinn að dafna vel seinustu viku. Hann hefur bætt einum sentimetra við sig og var það mikil hamingja þegar mæling gaf 79 cm en ekki bara 78 eins og það hefur verið allt síðast liðið ár. Hann lítur mjög vel út og er að þroskast mikið. Orðaforðinn hans eykst með hverjum deginum, nú segir hann ís, kyssa, fram, peysa, inn, hlægja, dansa, Masi. Já eða bara þetta helsta :)


Aðalsportið núna er að fara út með bílinn sinn og rúnta um hverfið. Við fórum í heimsókn til Agga, sem by the way er í algjöru uppáhaldi hjá Björgvini, hann gerir ekki annað en að biðja um að fara til hans, þvílíkt stuð.


Björgvin fór að leika í garðinum hjá Agga frænda, fann þar húsið sitt og var alsæll að leika úti. Þar var rennubraut og sandkassi, mjög skemmtilegt. Hulda María kom út að leika við hann, þau hlupu um pallinn og grínuðust.


Við fórum á róló með ömmu í gær, mikið var gaman að róla og renna, það er sko skemmtilegast í heimi. Björgvin fílaði sig alveg i botn :)

Knús á ykkur
Ásdís og Björgvin Arnar