Saturday, February 20, 2010

Afmælisstrákur

Nú er Björgvin Arnar orðinn þriggja ára! Við rétt náðum að komast heim af spítalanum daginn fyrir afmælið hans en héldum upp á það aðeins seinna þar sem hann var ekki orðinn nógu hress.

Björgvin er búinn að vera í góðu yfirlæti hjá ömmu sinn og afa og Allý á meðan mamma hans hefur verið að vinna, við tókum þá ákvörðun að setja hann ekkert á leikskólann strax þar sem búið er að ákveða næstu aðgerð á öndunarveginum og verður hún þann 4. mars hér á Íslandi. Skurðlæknirinn ætlar að koma hingað og græja þetta, okkur til mikillar gleði.

Nói kom til okkar og var hjá okkur alla afmælishelgina. Bræðurnir eru náttúrulega dásamlegir saman og það var mikið gaman hjá okkur.


















Á meðan mamman var að baka þá hjálpaði Nói og Björgvin við að hreinsa skálarnar :)
























Við Nói höfðum það notalegt saman eftir að Björgvin var sofnaður, horfðum á ævintýramyndir og borðuðum nammi, ekta kósýkvöld hjá okkur.

Veisluborðið með Car's súkkulaði köku.


















Björgvin var nú dálítið feiminn með allt þetta fólk í kringum sig og leist bara ekkert á þetta á tímabili. Hann hefur verið svo mikið heima, í svolítilli einangrun. En hann vandist þessu og var mjög ánægður með allar gjafirnar sínar, vildi gefa hverri og einni tíma áður en næsta var opnuð.

Veislugestirnir.


Takk kærlega fyrir drenginn, hann var alsæll með afmælið sitt.

Afmælisknús
Ásdís og Björgvin Arnar



Tuesday, February 2, 2010

Súrefniskúturinn

Jæja þá er ég loksins komin heim með súrefniskútinn minn eða bara kútinn minn núna :) Þetta voru langar 3 vikur sem við vorum á spítalanum og alveg kominn tími á að komast heim til okkar!

Björgvin talaði ekki um annað en að komast heim í bað á leiðinni heim í bílnum og auðvitað fékk hann þá ósk uppfyllta. Hann er með sár í andlitinu eftir límið sem hélt súrefnisgleraugunum á honum, en alltaf er hann jafn mikil dúlla þetta barn, það verður sko ekki frá honum tekið.

















Amma og afi voru hjá okkur í mat, sem amma eldaði auðvitað :) Hérna eru þau með prinsinn sinn.

















Við Björgvin þökkum öllum þeim sem sýndu okkur vináttu og umhyggju á þessum tíma, margir komu til okkar í heimsókn og margir voru í sambandi við okkur. Það er sko gott að eiga góða að!

Næsta mál á dagskrá er að halda upp á þriggja ára afmælið hans Björgvins Arnars, hann á afmæli á morgun en veislan verður haldin síðar, við verðum aðeins að jafna okkur fyrst.

Ásdís og Björgvin Arnar