Monday, January 25, 2010

Hvaða þrjóska er eiginlega í þessari lungnabólgu???

Það er alveg kominn tími á að skrifa nokkrar línur hér. Við Björgvin Arnar erum ennþá á spítalanum, búin að vera hér í tæpar tvær vikur og ekkert bólar á heimferð ennþá.

Björgvin þarf súrefni ennþá þó svo að sýkingin í lungunum sé farin þá er mikið slím ofan í honum og virðist vera mjög fast og erfitt að losna við það. Það koma sjúkraþjálfarar þrisvar sinnum á dag að banka hann til að reyna að losa slímið og svo er um að gera að leyfa honum að vera á ferðinni til að eitthvað losni af sjálfum sér.

Björgvin er búinn að vera duglegur að taka nokkur frekjuköst um helgina og við það losnaði fullt af slími. Læknirinn sagði að ég þyrfti að vera mjög ströng við hann næstu daga til að ná fram mörgum frekjuköstum í viðbót og þá gætum við verið á leiðinni heim innan skamms :)

Toppurinn á tilverunni hjá okkur núna er að fara fram í matsal þar sem dótið er og Björgvin hleypur um og mamman með súrefniskútinn á eftir honum :)

























Vonandi fer að koma að heimferð fljótlega.

Við þökkum öllum vinum og vandamönnum sem hafa komið og heimsótt okkur, það er mikið metið!

kram
Ásdís og Björgvin Arnar

Saturday, January 16, 2010

Gleðileg nýtt ár

Það er ansi langt síðan það var bloggað seinast enda erum við mæðgin búin að standa í ströngu, bæði í aðlögun á leikskóla og svo núna seinast veikindum.

Björgvin er með lungnabólgu á háu stigi og getur ekki án súrefnis verið. Við höfum verið á Barnaspítalanum í fjóra daga núna og sjáum ekki fyrir endann á því ennþá. Hann losnar við sýklalyf í æð á morgun þannig að þá hlýtur hann að vera allur að koma til.

Björgvin stjórnar öllu með harðri hendi þó veikur sé. Hann var orðinn þreyttur áðan og sagði þá við ömmu sína og afa "afi, amma, bæ". Já þau voru alveg stórmóðguð :)


















Við erum búin að fá marga góða gesti hingað á spítalann, það er sko gott að eiga góða að. Við getum ekki beðið að komast heim og Björgvin gerir ekki annað en að biðja um að fá að fara í bað, hann elskar það og finnst hann ábyggilega frekar klístraður eftir þetta baðleysi undanfarna daga.

Að öðru, við erum búin að koma okkur vel fyrir í íbúðinni okkar og Björgvini gekk vel að aðlagast á leikskólanum. Hann var búinn að borða vel og faðmaði konurnar þegar hann kvaddi eftir daginn, algjör prins, heillaði þær strax upp úr skónum eins og honum einum er lagið.

Kveðja
Ásdís og Björgvin Arnar