Það er sagt að tíminn lækni öll sár...en það gerist ekki af sjálfu sér. Sorgarferlið er vinna og þegar sorgin verður erfið þá er vinna að einbeita sér að góðu og fallegu minningunum sem maður á.
Hér er mynd af fallega drengnum mínum þegar hann var ekki með súrefnisslönguna. Þvílíkt krútt.
Björgvin var 5 ára þegar hann sagði þetta við mig:
- Mamma, þegar þú ert dáin, þá getur þú ekki staðið, labbað, setið, hlegið og tiplað á tám upp fjall.
- Ég verð rosalega gamall maður.
- Áður en hann var að fara að sofa: Mamma, eru nokkuð risaeðlur úti?
Hér var hann að leira með Allý sinni. Mikið sem hún var dugleg að gera allt mögulegt með honum. Föndra, leira, kubba, púsla. Hann var svo mikið fyrir að dunda sér og gera eitthvað með þeim sem var hjá honum.
Síðasta mánuðinn okkar saman þá teiknaði hann á töfluna, hlustaði á tónlist og söng með. Teiknaði á blöð og ég klippti út og svo límdi hann það sem klippt var út á örk. Útkoman voru mikil listaverk sem ég mun geyma alla tíð.
Ég vildi geta verið hjá þér
veslings barnið mitt.
Umlukt þig með örmum mínum.
Unir hver með sitt.
Oft ég hugsa auðmjúkt til þín
einkum, þegar húmar að.
Eins þótt fari óravegu
átt þú mér í hjarta stað.
Ég mun alltaf elska þig,
þín mamma.
Monday, March 17, 2014
Subscribe to:
Posts (Atom)