Friday, July 12, 2013

Sumarfrí

Þá er Björgvin Arnar kominn í frí á leikskólanum. Eiginlega búinn með þann kafla í lífinu en á þann kost að fara í nokkra daga eftir sumarfrí áður en skólinn byrjar.

Það var svo sætt að fá svona kveðjubók frá leikskólanum þar sem krakkarnir höfðu sagt eitthvað fallegt um hvort annað og það var sett inn í kveðjubókina. Sjáið hér.














































Veðrið er ekki búið að leika við okkur og því hefur Björgvin ekki getað verið mikið úti í fríinu og því geta dagarnir orðið svolítið langir. Ég reyni eftir fremsta megni að hafa eitthvað við að vera á hverjum degi, annað hvort að fara eitthvað eða fá einhvern í heimsókn til Björgvins til að leika við hann.

Nú fer að líða að því að Björgvin fari í sumarfrí til pabba síns í tvær vikur. Það er erfitt að láta Björgvin frá sér í þennan tíma og það tekur á að reyna að slaka á allt í einu og vera ekki að hugsa um allt sem þarf að gera fyrir hann á hverjum degi. En þetta er nauðsynlegt frí fyrir mig og eins gott að nýta það vel fyrir Eyrúnu Örnu og sjálfan mig.

Hér kemur sýnishorn af tilmælum til pabba hans fyrir fríið:

- bursta tennurnar með sama tannkremi og við notum, meira flúor í því, kvölds og morgna.

- gefa honum ab mjólk, bláberjasúpu eða eitthvað sem er stemmandi í tappann ef hann er með linar hægðir. Hann hefur verið að kúka þrisvar á dag hér og er oft aumur í bossanum, ber græðandi krem eftir að hann kemur úr baði.

- Gefa honum púst úr vél og banka hann kvölds og morgna, hann er með svo mikið slím ofan í sér og vökvinn virðist leysa og þynna slímið aðeins og hjálpa honum að hósta því upp. 

- Hann svitnar svo mikið á nóttunni og fer að sofa aðeins á nærbuxunum þar sem honum er svo heitt, en ég reyni að þurrka pollana úr hálsakotinu og setja hann í nærbol og náttbuxur svo að honum verði örugglega ekki kalt og fái aftur kvef.

- Ég reyndi að gefa honum meiri næringu um daginn, 150 ml auka og um nóttina þá urðu augun í honum alveg sokkin og hann átti erfitt með að anda. Gaf honum auka vatnslosandi þá og hann lagaðist daginn eftir. Fékk smá sjokk.

- Súrefnið, ef þig vantar fleiri kúta þá pantar þú þá með því að hringja í 577-3030, manst að segja þeim hvar þú býrð svo að þeir verða ekki sendir til mín. 

- Stundum er hann það slæmur að það dugar ekki að hafa ferðavélina, hún kemst bara upp í 3 lítra þannig að ef þú ferð eitthvað í burtu með hann þá er best að taka stóru vélina með. Læt stera fylgja með til öryggis ef þú lendir í vandræðum.

- Hellur í eyrum. Hann virðist heyra svo illa og er að kvarta um hellu, spurning hvort þú getir ekki pantað tíma á Domus og farið með hann þangað?

- Passa að gefa honum lýsi og vítamín (þarft ekki að skila því til mín) á hverjum morgni.

- Blóðþynning var 2,2 í morgun, ég hef verið að gefa honum heila töflu og 3/4 stundum, en nú er spurning um að halda okkur við heila töflu og gefa honum 3/4 fjórða hvern dag?

------------------------------------------------------

Já það er að mörgu að huga og er þetta aðeins brotabrot af því en pabbi hans er vanur að hugsa um hann.

Sumarkveðja úr Svölutjörn
Ásdís, Björgvin Arnar og Eyrún Arna