Wednesday, March 7, 2012

Fitumars

Björgvin er orðinn 5 ára pjakkur en er smár og jafn þungur og 21. mánaða barn. Það hefur verið þannig að sama hvað við gerum þá þyngist hann ekki og okkur hefur verið sagt að ef hann þyngist ekki þá stækkar hann ekki. Þannig að núna er markmiðið að þyngja hann í mars með aðstoð næringarfræðings.

Björgvin var 11.5 kg í byrjun mánaðar en er orðinn 11.8 kg. núna. Ég vigta hann alltaf á mánudagsmorgnum og skrifa það hjá mér. Ég nota fitumixtúru sem hann fær 4 matskeiðar á dag af og svo er það build up sem ég blanda með nýmjólk, rjóma og ís. Einnig á að nota mikið smjör og olíu.


















Ekki hefur þetta dugað til samt sem áður, hingað til. Nú erum við komin með hvítt duft sem er fullt af kolvetni til að blanda út í vatn og fleira og Björgvin hefur fengið lyf sem er lystaraukandi.

Já það er ekki mikil þolinmæði eftir, hann verður að fara að stækka og dafna. Ég er með þetta á heilanum og hugsa ekki um annað en að reyna að koma einhverju ofan í hann en lystarleysið er svakalegt.  Það er mín heitasta ósk í þessu lífi. Krossum fingur að þetta lyf virki og hann muni þyngjast og stækka.

Björgvin hefur mikinn áhuga á að læra að skrifa og þá sérstaklega tölustafina, hérna sjáið þið fallegasta B í heimi :)

FITUMARS! Koma svo! :)

Fljótandifitukveðja úr Svölutjörn,
Ásdís og Björgvin Arnar