Nú erum sumarfríinu lokið og allt komið í rútínu. Björgvin er byrjaður á leikskólanum og er alveg alsæll. Hann er til tvö eða þrjú á daginn og er alveg fullur af orku og er ekki hægt að sjá á honum að þetta taki á hann. Hann fer reyndar að sofa snemma, fyrir klukkan átta á hverju kvöldi en er þá mjög hress allan daginn.
Björgvin er byrjaður í boltaskólanum hjá Agga frænda og Svövu og finnst það mjög skemmtilegt, hann fer um salinn og gerir æfingar eins og hann hafi aldrei gert annað og finnst skemmtilegast að hoppa niður af hesti á dýnu.
Við förum á morgun inn á spítala í eftirlit og ætlar hann að kíkja á leikstofuna og heimsækja Sibbu og Gróu vinkonur sínar.
Kveðja úr Svölutjörn
Ásdís og Björgvin Arnar