Á laugardaginn vorum við með mömmu og pabba í mat og horfðum svo á júró. Mikil stemmning var á kósýkvöldinu hjá okkur og Björgvin var alsæll að hafa alla svona saman.
Svo komu Eyrún og Helgi og við spiluðum, tilþrifin voru mikil eins og sést á myndinni. Vel heppnað kvöld í alla staði.
En Björgvin er samt sem áður með súrefnið ennþá, þetta ætlar að taka tíma hjá okkur í þetta skiptið. Nú er þetta komið komið á fimmtu viku. Við fórum til læknis í gær og hann fór í lungnamyndatöku sem kom mjög vel út svo að þetta hlýtur að koma hjá okkur í þessari viku. Það verður mikill munur þegar hann getur verið súrefnislaus.
Mikið slím er ofan í honum sem gerir það að verkum að hann er mjög lystarlaus, vill ekki borða neitt, nema pizzu! Ótrúlegt hvað pizzan er alltaf góð! :)
Pizzukveðja úr Svölutjörn
Ásdís og Björgvin Arnar (og Andrea Björt)