Friday, April 23, 2010

Gleðilegt sumar!

Sumarið er víst komið þó að maður finni nú ekki fyrir því, það er kalt úti og svo snjóaði í dag smávegis. En þetta hlýtur að koma hjá okkur á næstu vikum.

Björgvin er búinn að vera hress síðan hann náði sér upp úr barkabólguvírusinum sem hann fékk í seinustu viku. Hann er orkumikill þó svo að hann borði ekki mikið, hann kúgast og kúgast á öllu sem honum er boðið en hann getur samt hrúgað í sig snakki! Þetta er hulin ráðgáta og ekki getur það staðist að hann sé að spila á móður sína, þessi engill! :)

Seinasta laugardag þá gerðist það að hann byrjaði að herma eftir mömmu sinni þegar hún sagði honum að segja eitthvað ákveðið orð, þetta hefur hann aldrei gert áður, þvílíkt þroskamerki, nú segir hann átta, sími, blár, kinn, haka, enni, nebbi, vatn og margt fleira, ótrúlegt hvað orðaforðinn hans hefur vaxið á seinustu viku.

Amma Olga og Nói komu í heimsókn til okkar um daginn og var mikil ánægja með það hjá litla prinsinum, hann var sko í essinu sínu og svo þegar amma varð öskuteppt þá fengum við að sjá þau aftur.


Sjá bræðurna saman, svo sætir, Björgvin er svo ánægður með stóra bróðir sinn að gleðin skín úr andlitinu á honum og hann vill helst að Nói haldi á sér og tali stanslaust við sig.



















Við fórum svo með ömmu og afa að sjá Skoppu og Skrítlu á sumardaginn fyrsta í Borgarleikhúsinu. Þetta var fyrsta leikhúsferðin hans Björgvins og var hann mjög duglegur og hélt athyglinni allan tímann. Skoppa og Skrítla voru svo ánægðar að sjá hann og mundu alveg eftir honum eftir að þær komu að heimsækja hann á spítalann um daginn.


Björgvin var svo ánægður með þetta, vildi fara til þeirra alla sýninguna og svo hló hann alveg upphátt af sumum atriðunum, þetta var algjör snilld.

Gleðilegt sumar elskurnar og takk fyrir veturinn.

Ásdís og Björgvin Arnar

Tuesday, April 13, 2010

Dulmál

Nú erum við búin að vera heima í hálfan mánuð og hefur gengið vel hingað til. Reyndar er Björgvin Arnar með hita í dag og er ég að bíða eftir hvað gerist með hitaskömmina áður en ég bruna með hann í bæinn, en vonandi nær hann að hrista þetta af sér.

Við höfum verið mikið heima við en um daginn skelltum við okkur með Nínu og Kristjáni Loga á inni leikvöll upp á velli þar sem hægt er að renna sér og skríða inn í leikhluti. Það sló þokkalega í gegn.


Björgvin er heima allan daginn á meðan mamma hans fer í vinnuna, hann er annað hvort hjá ömmu sinni (afi kíkir stundum við) eða hjá Allý. Já við erum sko heppin að eiga góða að. Þegar mamman kemur heim úr vinnunni þá langar hann að fara út og segir:

mamma gilligilli skó, mamma burr, amma og afi hæ

þýðist sem - mamma ég vil fara í skó og út í bíl og keyra til ömmu og afa :)

Er hægt að vera meira krútt??



Læknirinn vill halda honum heima út maí alla vega og ætlar leikskólinn að halda plássinu fyrir okkur þangað hann er tilbúinn að koma aftur.

Risaknús úr Reykjanesbæ
Ásdís og Björgvin Arnar


Thursday, April 1, 2010

Útskrifuð

Við vorum útskrifuð á sunnudaginn, þvílík dásemd! :)

Við fórum svo í eftirskoðun hjá Gylfa í gærmorgun og leist honum mjög vel á Björgvin, var í raun hissa hve vel hann er búinn að ná sér miðað við hvernig ástandið var.

Nú ætlum við að njóta þess að vera heima og slappa af. Markmið næstu mánuði er að hafa Björgvin sem mest heima og láta hann hvílast vel og nærast vel, rjómi og olía út í alla fæðu, já það bara þýðir ekkert annað. Nú ætlar hann að verða stór og sterkur :)

























Hérna erum við komin á rúntinn, mikil gleði í bílnum þegar Skoppa og Skrítla eru á sem Kristján Logi gaf honum.

Gleðilega Páska öll sömul.

Ég vona að sænsku vinir okkar eigi páskaegg frá Ice! :)

Knús og kram
Ásdís og Björgvin Arnar