Friday, December 25, 2009

Gleðilega jólahátíð.

Gleðileg jól kæru vinir og ættingjar.

Nú erum við komin heim til Íslands og fer það bara mjög vel í okkur. Það var mikið átak að komast heim með allan farangurinn og voru það góðu vinir okkar Sunna og Maggi ásamt dætrum sem keyrðu okkur út á flugvöll og sáu til þess að við kæmumst um borð í flugvélina. Þegar við komum heim þá var vel tekið á móti okkur með fjölskylduboði, það var læri á boðstólnum ásamt malti og appelsín, gerist ekki betra. (mér sýnist Björgvin vera í símanum, ekki í fyrsta skiptið :)



















Svo eru dagarnir fram að jólum búnir að líða hratt og vel, ekkert jólastress í gangi þar sem jólagjafirnar voru keyptar snemma í ár. Við vorum bara að njóta þess að vera komin heim í faðm fjölskyldunnar.

Á Aðfangadag þá vorum við öll hjá Elvari bróður og Huldu konu hans. Við dressuðum okkur upp í okkar fínasta púss og mættum til þeirra fyrir kl 18. Hér eru afi og Björgvin Arnar saman, algjörir gæjar í sparifötunum.

























Björgvin Arnar var nú ekki alveg að skilja allt þetta stúss en hann var glaður að sjá öll jólaljósin og pakkana sem voru undir trénu.

























Hér erum við mæðginin.























Björgvin Arnar fékk margt fallegt í jólagjöf, við vorum þakklátust fyrir allt dótið sem hann fékk þar sem mikið af dótinu hans kemur ekki til landsins fyrr en um miðjan janúar, þannig að þetta var allt saman kærkomið. Hér er hann að leika sér að kubbum sem hann fékk frá ömmu sinni og afa.


















Þetta var yndislegt kvöld, við þökkum Elvari og Huldu kærlega fyrir okkur! Maturinn var ólýsanlega góður, tónlistin ljúf, félagsskapurinn frábær. Þetta var fullkomið kvöld, það vantaði bara Óla bró og fjölskyldu sem eyðir jólunum í Noregi í ár.

Gleðileg jól öllsömul.

Ásdís og Björgvin Arnar

Friday, December 18, 2009

Hej då Stockholm

Í dag er seinasti dagurinn okkar Björgvins hér í Stokkhólmi, leiðin liggur heim til Íslands á morgun. Dótið okkar er komið í skip og nú erum við tilbúin í ferðalagið heim. Við fórum í dag að kveðja vinnufélagana mína og lék Björgvin á alls oddi þegar hann var búinn að venjast umhverfinu.

Mikið hefur verið um að vera hjá okkur á árinu og hefur seinasta hálfa árið verið mjög erfitt hjá okkur. Það sem hefur bjargað okkur er að eiga góða fjölskyldu og góða vini sem hafa komið og heimsótt okkur. Við fengum sem sagt marga góða gesti eins og t.d. ömmu + afa, Nínu, Maju, Bjarka + Nuru, Fjólu + Berglindi + Guðrúnu, Eyrúnu + Helga. Vonandi er ég ekki að gleyma neinum! En amma og afi komu mörgum sinnum til okkar og björguðu málunum. Ekki má gleyma Allý sem fór heim í fyrradag. Án hennar hefði þessi flutningur ekki verið svona stresslaus :) Allt pakkað og klárt.

Mynd frá seinustu ferðinni hans afa hér, við fórum og fengum okkur Indverskan mat.


















Seinustu gestirnir okkar voru Eyrún Ósk og Helgi og fannst Björgvini mikið til Helga koma, hann var alveg sjúkur í hann og vildi bara vera hjá honum. Greinilega kominn með svolitla leið og þessu kvenfólki í kringum sig :)

























Björgvin hlustar á tónlist hjá frænku sinni og svo er hér ein mynd af þeim öllum nývöknuðum, svaka dúllur.


















Björgvin mun ekkert skilja í þessu að vera að fara í flugvélina á morgun og eiga svo allt í einu heima á Íslandi, en hann verður sko alsæll að sjá ömmu sína og afa og knúsa þau vel og vandlega. Það er sko mikið gott að komið að þessu og mikil tilhlökkun er að koma heim í jólastemmninguna og fá jólasteikina hjá Elvar bróður. Þar verða allir saman alveg eins og það á að vera á jólunum.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár öll sömul, hlökkum til að sjá ykkur öll sem fyrst.

Jóla og vinakveðja
Ásdís og Björgvin Arnar